Flakk

05112020 - Flakk - Flakk um nýtt deiliskipulaga á Laugavegi og Vatnsst

Fyrir skömmu var fjallað um hús í niðurníðslu í borgarlandinu hér á flakkinu og m.a. hús sem standa á horni Laugavegar og Vatnsstígs, þar bar nýtt deiliskipulag á góma, og því verður fjallað um það í þættinum í dag, skoðað og rætt um hvaða áætlanir eru í farvatninu. Fjögur hús, þrjú á Laugavegi 33-35 verða gerð upp og svo eitt á Vatnsstíg, hús sem hefur mikið varðveislugildi. Síðan verður byggt á baklóðinni Laugavegsmegin og frá þessu sérstaka steinsteypta húsi á Vatnsstíg niður Hverfisgötu. Hæð nýju bygginganna verða 4 - 5 hæði, efstu hæðir inndregnar. Rætt er við Orra Árnason arkitekt hjá Zeppelin, en stofan gerir bæði deiliskipulag og hannar byggingareitinn. Einnig er rætt við Kristján Magnason framkvæmdastjóra Leiguíbúða, sem sér um framkvæmdir og Ólöfu Örvarsdóttur sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar.

Frumflutt

5. nóv. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,