Flakk - Flakk um Fella- og Hólahverfi - fyrri þáttur
Þetta er langhlaup
Segir Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri í Breiðholti. Borgin hefur keypt upp nokkrar eignir í Drafnarfelli og hyggst reyna að vekja verslunarkjarnan aftur til lífs
Brauðtertur í boði á sunnudögum
Unnur Arna Sigurðurdóttir rekur Gamla kaffihúsið í Drafnarfelli og hefur gert það í 3 ár ásamt fjölskyldu. Hún heillaðist af lókalinu og sá hvernig hún gæti gert það kósý. Brauðtertur, heitir brauðréttir og rómakökur á kaffihlaðborði hafa slegið í gegn á sunnudögum. Annars er glæsilegur matseðill og staðurinn hefur vínveitngaleyfi.
Hann heima, hún í tveimur vinnum
Aron Choeipho var 8 ára gamall þegar hann kom ásamt móður sinni frá Thailandi. Hann býr í leiguíbúð í nýrri blokk við Eddufell ásamt kærustu og ungum syni. Hann er heimavinnandi og segir að í hans samfélagi sér fjölskyldan um ung börn að minnsta kosti að tveggja og hálfs aldri barnsins, Elías Nói er eins árs, svo Aron verður heimavinnandi áfram. Kærastan, sem kemur frá Filippseyjum nemur lyfjatækni, og vinnur við heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg frá kl. fjögur alla daga.
Pólska búðin í Breiðholti er vel þekkt
Pjotr Jakubic hefur rekið pólsku búðina í þó nokkur ár, og lét ekki deigan síga þó kviknað hafi í henni fyrir nokkru, því hann fékk mikla hvatningu frá íbúum hverfisins, ekki síst frá löndum sínum. Búðin er stór og glæsileg og býður uppá ýmislegt spennandi, sem ekki finnst í íslenskum matvöruverslunum.