ok

Flakk

06042019 - Flakk - Fjallað um Borgarlínu

Sagt er að Höfuðborgarsvæðið sé jafnstórt og París, þ.e. 18 hverfi sjálfrar Parísar og þar búa yfir tvær milljónir manna en hér á höfuðborgarsvæðinu búa tvöhundruð og tutttugu þúsund manns. Það gefur auga leið að það er dýrara að reka samgöngukerfi hér á landi. Borgarlína er staðreynd, skrifað var undir viljayfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðast liðnum. En hvernig kemur borgarlínan til með að verða og hvar mun hún aka. Í fyrsta áfanga er talað um 13 km leið frá Ártúni yfir Sæbraut, Suðurlandsbraut í miðbæinn og síðan að Háskóla Íslands, þaðan að BSÍ að Háskólanum í Reykjavík og yfir brú í Kársnes og Hamraborg í Kópavogi. Byggðar verða nýjar brýr yfir Elliðaár og yfir í Kópavogin, einungis ætlaðar strætó og hjólum. Síðan verður haldið áfram að þróa og byggja línuna m.a. í Mosfellsbæinn. Borgarlína kemur til með ganga í nýju hverfin sem er verið að byggja í stefnunni um þéttingu byggðar. Lilja Guðríður Karlsdóttir samgönguverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavík segir frá verkefninu og Hrafnkell Proppé skipulagsfræðingur hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands ræða um flutningsgetu, eignarhald og framtíðarsýn. Reiknað er með að Borgarlína verði farin að keyra árið 2023.

Frumflutt

6. apríl 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,