11042020 - Flakk - Flakk um smáhýsi fyrir heimilislausa
Fjallað um smáhýsi, sem voru hönnuð að Steinari Sigurðssyni arkitekt, sem nú er látinn. Hann rak stofun Teikn arkitektaþjónusta. Skilaboð samfélagsins eru: Haldið ykkur heima, þá er eins gott að eiga einhvers staðar heima. Fjöldi manna eru heimilislaus hér á landi, en nú er reynt að bregðast við vandamálinu samkvæmt stefnu sem nefnist "húsnæði fyrst" sem hefur reynst vel víða á vesturlöndum. Rætt við Sólveigu Sigurðurardóttur arkitekt og verkefnastjóra hjá borgarskipulagi, Gunnstein R. Ómarsson verkefnastjóra húsnæðismála hjá skrifstofu borgarstjóra, Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur deildarstjóra málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og loks Magneu Guðmundsdóttur arkitekt hjá Teiknistofunni Stiku sem deiliskipuleggur reit við Héðinsgötu í Laugarnesi fyrir smáhýsi.