Farið í heimsókn á Landspítala og fjallað um af hverju þarf að byggja upp spítalann við Hringbraut og það sem fyrst. Gengið um sjúkrahúsið, rætt suttlega um sögu hans og fl.
Rætt við Pál Matthíasson forstjóra Landspítala um nauðsyn þess að byggja núna og alls ekki tefja málið lengur.
Rætt við Guðmund Þorgeirsson hjartalækni og prófessor í lyflækningum hjá HÍ um aðstöðu á hjartadeild, tengsl spítalans við Háskólann og nauðsyn þess að byggja strax, og kosti þess að ný bráðamóttaka fyrir alla verður á nýja spítalanum.
Rætt við Önnu Stefánsdóttur fyrrverandi hjúkrunarforstjóra og stjórnarformann samtakann Spítalinn okkar um aðstöðu aðstandenda, sjúklinga og fleira sem er allt af þröngt, og fl.
Rætt við Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar um umferðarmannvirki, framtíðarskipulag á höfuðborgarsvæðinu, almenningssamgöngur og fl.