21012021 - Flakk - Flakk um Hotel Curio by Hilton við Víkurtorg
Hótel Borg er elsta hótelið í Reykjavík, og var lengi vel það eina þar til Hótel Saga og Hótel Holt tóku til starfa fyrir margt löngu. Undanfarin ár hefur aldeilis bæst í flóruna eins og landsmenn vita. Í Kvosinni og nágrenni eru ótal ný hótel sum þegar tekin til starfa eins og Hótel Exeter við Tryggvagötu. Þrjú stór hótel eru í byggingu, Mariot við Hörpu, Reykjavíkur hótel byggir við Lækjargötu og Lindarvatn er að leggja lokahönd á Hótel Curio by Hilton við Krikjustræti, eða á Landsímareitnum. Það sá engin fyrir heimsfaraldur þegar þessar byggingar voru skipulagðar, og vonandi förum við að sjá fyrir endan á því ástandi svo gestir geti innritað sig á þessi hótel í framtíðinni. Hótelið á Landsímareitnum verður til umfjöllunar í þætti dagsins. Í stúdíó anddyri sitja Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns. Rætt er við arkitektinn að hótelinu Frey Frostason hjá THG arkitektum.