Flakk

Flakk - Fjallað um nýtt skipulag Vogabyggðar

Fyrir nokkrum árum hófst mikil uppbygging í Reykjavík, enda aðkallandi þörf fyrir nýjar íbúðir. Fyrst í stað virtust þó byggingakranarnir aðeins vera sinna hótelbyggingum en samkvæmt áætlunum voru fjölmargar íbúðir á teikniborðinu. erum við sjá nýju hverfin rísa eitt af öðru. Árið 2015 var hér í þættinum fjallað um fyrirhugaða byggð í Vogahverfi, það var rétt svo byrjað deiliskipuleggja svæðið. Áherslur voru á blandaða byggð, en í hluta hverfisins hefur fólk haft fasta búsetu, þrátt fyrir byggðin hafi verið skilgreind sem atvinnusvæði þegar það var skipulagt á sínum tíma. árið 2019 er byrjað byggja á svæðinu, eitt hús rísa og búið steypa þó nokkuð af plötum. Fáir hafa tjáð sig um þetta nýja hverfi, en margir hafa tjáð sig um væntanlegt útilistaverk í formi pálma í glerhólki. Við ætlum beina augum okkar svæðinu í þættinum í dag, og ræðum við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur landslagsarkitekt, borgarfulltrúa og fromann skipulags- og samgönguráðs og Guðmund Odd Magnússon eða Godd prófessor við Listaháskóla Íslands, en byrjum í Vogahverfinu árið 2015 í fylgd Sigríðar Magnúsdóttur arkitekts. Einnig rætt við Sigríði á Teiknistofunni Tröð.

Frumflutt

16. feb. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,