ok

Flakk

24082019 - Flakk - Flakk um Flensborgarhöfn og Fornubúðir í Hafnarfirð

Nú er verið að vinna að nýju skipulagi fyrir suðurhöfnina í Hafnarfirði, þar sem nýtt hús Hafrannsóknarstofnunar er að rísa. Ýmsar hugmyndir eru á lofti með svæðið sem nú hefur aðallega hefur að geyma geymslur ýmis konar, einhverja fiskvinnslu og fl. En þar hafa einnig listamenn komið sér fyrir í gamla Íshúsinu og í Fornubúðum. Kaffi- og veitingahús eru sprottinn upp og síðan er stefnt að því byggja þarna íbúðarhúsnæði. Orri Steinarsson arkitekt ásamt félögum á stofu hans í Rotterdam eru að hanna skipulagið, en þeir unnu samkeppni sem Hafnarfjarðarbær stóð fyrir, en Kristín Thoroddsen formaður samstarfshóps um höfnina og formaður Hafnarstjórnar hefur fylgst með þróun mála á svæðinu.

Magnea Guðmundsdóttir arkitekt vann frumhugmyndir að skipulagi og samstarfi við lóðareigendur og sömuleiðir hefur Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi komið með ýmsar hugmyndir að skipulaginu.

Frumflutt

24. ágúst 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,