17102020 - Flakk - Flakk um Nýjan Landspítala - 1.þáttur
Alla jafna fjallað um uppbyggingu, arkitektúr og skipulag í Flakki. Í þessum þætti er einungis fjallað um eina byggingu en nú er hafin framkvæmd á líklega flóknustu byggingu Íslandssögunnar. Fjöldi manns kemur að verkefninu, en hönnunarhópurinn kallar sig Korpus, og innan hans er fræðingar úr öllum geirum, en þess ber að geta að fæstir þeirra sem vinna við hönnun þessarar byggingar, hafa áður unnið við eitthvað þessu líkt. Hér er átt við Nýjan Landspítala. Í þessum fyrra þætti er rætt við Þorberg Karlsson byggingaverkfræðing hjá VSÓ um tæknilega hluti varðandi jarðskjálftaþol, titring og flæði fólks. Rætt er við Ástu Logadóttur rafmagnsverkfærðing og lýsingarsérfræðing um dægursveiflur og lýsingu, en sannað er að rétt lýsing hraðar bötnun sjúklinga og starfsfólki lýður betur í góðri lýsingu, ekki síst þeir sem vinna vaktavinnu, einnig er rætt og Ragnhildi Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekt sem hann bæði láðrétta og lóðrétta garða innandyra í meðferðarbyggingunni, en líkt og lýsingin hefur gróður jákvæð áhrif á sjúklinga og starfsfólk.