02092021 ? Flakk ? Flakk um áfangahús á Bergþórugötu
Uppbygging félagslegs húsnæðis í Reykjavík hefur stóraukist undanfarin ár, borgin hefur farið fram á ákveðin fjölda íbúða í nýjum fjölbýlishúsum, og sett slíkt skilyrði við úthlutun lóða. Einnig hafa verkalýðsfélögin byggt leiguhúsnæði undir merkjum Bjargs. Við ætlum á Skólavörðuholtið í dag, þar er að ljúka byggingu áfangahúss fyrir jaðarsettan hóp, innan nýs deiliskipulags sem arkitektar A2F hafa gert, við ræðum við Aðalheiði Atladóttur höfund skipulagsins. Við bregðum okkur á holtið og skoðum okkur um ? en að mínu mati hefur tekist afar vel til, en þetta nýja fjölbýlishús smellur inní götumyndina, og virkar eins og það hafi alltaf verið þarna, höfundar eru Þorleifur Eggertsson og Jóhann Sigurðarson arkitektar hjá Tendru. Hér í stúdíói sitja Eygló Harðardóttir og Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, til að ræða uppbyggingu húsnæðis jaðarsettra hópa í borginni.