Flakk

Flakkað um matarmenningu á Íslandi

Umdjón: Lísa Pálsdóttir

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir

Farið í heimsókn í nokkrar framandi, erlendar og íslenskar búðir í Reykjavík, en matarmenning hér hefur breyst mikið undanfarinn áratug, sérstaklega með fjölgun erlendra borgara hér á landi. Dominique Plédel Jónsson mat- og víngæðingur og formaður Slowfood samtakanna, er með í för.

Rætt er við Josef Koca frá Tyrklandi sem á og rekur Istanbul market í Ármúla 42. Hann segir frá sér og sinni búð.

Rætt er við Ámunda Óskar Johansen í Johansen Delí í Þórunnartúni 2. Þetta er veitingastaður og búð, sem býður uppá ferskt ofanáleg, hádegismat og margt fleira. Hann, faðir hans og afi reka fyrirtækið saman.

Rætt er við Ólöfu Einarsdóttur sem á og rekur Krydd og tehúsið í Þverholti við Hlemm ásamt eiginmanni sínum Omra Abraham frá Ísrael. Öll heimsins krydd í boði ásamt íslenskri framleiðslu, þau flytja allt inn sjálf frá framleiðanda. Rætt er við Karen Emelíu Jónsdóttur hjá Matarbúri Kaju Óðinsgötu 8b. Hún selur einungis TÚN vottaðar lífrænt ræktaðar vörur, bæði ferkst og þurrkað og fyrsta íslenska lífrænt ræktað pasta.

Rætt er við Þórarinn Jónsson bónda á Hálsi í Kjós sem rekur Matarbúrið á Granda. Þar verkar hann kjötið af býlinu og er jafnframt í samstarfi við aðra bændur með sama markmið, þ.e. rekjanlegar vörur.

Umsjón: Lísa Pálsdóttir.

Frumflutt

19. nóv. 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,