12102019 - Flakk - Flakkað um Auðbrekku í Kópavogi
Kópavogur byrjaði að byggjast um og uppúr seinni heimstyrjöldinni. Það var mjög erfitt að fá lóðir í Reykjavík og fólk flyktist í vesturbæ Kópavogs og byggði sér hús. Þar er elsti hlutinn og á Kársnesinu er nú að rísa heilmikil byggð á svæði sem var að mestu leiti atvinnusvæði þar til nú. Hugað er að þróunarreit þar austan við eða í brekkunni neðan við Hamraborg, gjarnan kölluð Auðbrekka. Þetta er líka atvinnusvæði að mestu en nú er Kópavogur að þróa þetta svæði sem íbúðabyggð. Rætt er við skipulagsstjóra Kópavogs Birgi Hlyn Sigurðsson og Kristin Dag Gissurarson viðskiptafræðing og nema í skipulagsfræðum sem setið hefur sem varamaður fyrir framsóknarflokkinn í bæjarstjórn Kópavogs. Auðbrekkan er heimsótt í fylgd Páls Gunnlaugssonar arkitekts hjá Ask arkitektum.