Í kjölfar Flakks um verslunarkjarna í Breiðholti verður farið á Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Eins og flestir verslunarkjarnar í borginni hefur það líka farið í gegnum niðurlægingar tímabil, en nú er öflug starfsemi í byggingunni.
Rætt við Sunnevu Hafsteinsdóttir framkvæmdatjóra Handverks og hönnunar, sem nýkomin á Eiðistorg, og er Seltirningur í húð og hár, hún segir frá uppbyggingu Eiðistorgs og frá Handverki og hönnun.
Rætt við Maríu Þorgeirsdóttur framkvæmdastjóra Vivaldi sem er frumkvöðlasetur á þriðju hæð hússins, þar er fjöldi frumkvöðla að störfum,
Rætt við þrjá frumkvöðla í Innovasion house um þeirra fyrirtæki
Rætt við Bryndísi Ploder annan rekstaraðila Örnu kaffi- og ísbar sem er rekið í samstarfi við Örnu mjólkurbú á Ísafirði.
Rætt við Guðmund Ara Sigurjónsson forst.mann æskulýðs- og tómstundamiðstöðvar í Nesinu og býr á Eiðistorgi.
Rætt við Hafstein Egilsson eiganda Rauða ljónsins, sem er bar á Eiðistorgi.