Það hentar ekki öllum að kaupa dýra eignaríbúð. Leitað hefur verið leiða til að byggja hagkvæmar íbúðir. Búsetaformið sem hefur verið við líði hér á landi frá 1983 hefur reynst vel Félagið á um 1000 íbúðir á Höfuðborgarsvæðinu og er að byggja á þremur stöðum í borginni nú um stundir. Fjallað er um Smiðjuholt í þættinum í fylgd Sigríðar Ólafsdóttur arkitekt sem er hönnuður af reitnum sem liggur við Þverholt og Einholt og allar íbúðir seldar. Ágústa Guðmundsdóttir sér um þróunar- og markaðsmál hjá Búseta og segir frá félaginu og þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi.
Runólfur Ágústsson verkefnastjóri hjá Þorpinu - Vistfélagi segir frá fyrirhugaðri byggð í Gufunesi í Grafarvogi, hér er um að ræða smáíbúðir, minni en við eigum að venjast en minnstu íbúðirnar eru 30frm, síðan 2ja herb. 52fm, 3ja herb. 53fm og fjögra um 59fm. Legið hefur verið yfir hugmyndinni og nú getur fólk skráð sig fyrir kaupum, sem miðast við 10% í útborgun en íbúðirnar eru ódýrar á miðað við það verð sem annars er á markaðnum. T.d. eru ekki bílastæði en bílastæðahús utan við hverfið, hugmyndir eru einnig um ræktunarreiti ef fólk kýs að hafa slíkt. Nýjung er að svokallað póshús verður í sameiginlegu rými, sem er það stórt að fólk getur fengið vörur sendar heim í gegnum netið.