Flakk

300052020 - Flakk Flakk um Ártúnshöfða - 2.þáttur

Undirtitill: Tillögur 5 nemenda á öðru ári í arkitektúr við Listaháskóla Íslands

Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil, er sungið í þekktu dægurlagi, á námsárum hafa nemendur leyfi til prófa sig áfram undir leiðsögn og njóta ef til vill meira frelsis en þegar á vinnumarkað er komið. Urban Lab Design Agency er vinnustofuprógramm sem keyrt hefur verið í námi við arkitektúr í Listaháskólanum. Verkefni annars árs nema snýst um nokkra staði og byggingar á Ártúnshöfða, sem hefur verið rammaskipulagður. Raunveruleikinn verður síðan allur annar, en sumt gæti vel komið til greina, eins og verndun gömlu Sementverksmiðju ríkisins, en Borgarsögusafn hefur lagt til svo verði. Rætt er við Massimo Santanicchia prófessor við arkitektadeildina, Helenu Ósk Óskarsdóttur nema sem breytir byggingu Vörubílastöðvarinnar Þróttar í kirkju, Arísi Evu Vilhelmsdóttur nema sem vill eindregið verndun Sementverksmiðjunnar verði veruleika og leggur til byggingin verði safn. Auk þess er rætt við Björn Guðbrandsson arkitekt hjá Arkís en stofan deiliskipuleggur einmitt á því svæði sem báðar þessar byggingar eru til húsa.

Til skoða verkefni nemana er slóðin: urbanlabdesignagency.cargo.site/

Frumflutt

30. maí 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,