Flakk

26112020 - Flakk - Fjallað um Hlíðarendahverfi í Reykjavík

Vestan við Hringbrautina er risið heljarinnar íbúðahverfi, sem er mjög áberandi í landslaginu. Hér er átt við Hlíðarendahverfi í landi Valsmanna. Nálægð við náttúrusvæði Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur og stórt íþróttasvæði við túnfótinn, er mikill kostur en ýmsir hafa lýst skoðunum sínum á hverfinu, vegna hæða húsanna, sem eru frá þremur uppí sex hæðir með lokuðum stórum inngörðum. Hér eru einungis fjölbýlishús, engin raðhús eða einbýli, en þjónusturými eru á neðstu hæðum margra byggingana. Er þetta hverfi í anda stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar við Borgarlínu, en hún mun ganga í gegnum hverfið, þegar fram líða stundir. Við ræðum við Pawel Bartoszek varaformann samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur, Ólaf Hjálmarsson verkfræðing hjá Trivium, sem hefur sérhæft sig hljóðvist, en byrjum með Kristjáni Ásgeirssyni arkitekt hjá Alark, sem deiliskipulagði hverfið og hannaði nokkur húsanna.

Frumflutt

26. nóv. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,