• 00:00:03Pan Afrikan Peoples Arkestra
  • 00:13:52Árstíðirnar í Borgarleikhúsinu
  • 00:29:44Gunnar Þorri um Glæp og refsingu

Víðsjá

Glæpur og refsing, Árstíðirnar og Pan Afrikan Peoples Arkestra

Í janúar mun Gunnar Þorri Pétursson, þýðandi og sjálfstætt starfandi fræðimaður bjóða upp á leiðsagnarnámskeið á Hótel Holti um bókina Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojevskíj. Við tökum Gunnar tali um bókina og höfundinn í þætti dagsins. Við fáum líka við til okkar þær Snædísi Lilju Ingadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur sem frumsýna nýtt íslenskt dansverk í Borgarleikhúsinu um næstu helgi. Verkið er innblásið af árstíðum Vivaldis og í því mætast 20 ólíkir dansarar. Ólíkir, því þar er finna bæði atvinnudansara og dansara sem eru á leið í atvinnumennsku, og svo leikara sem eru ástríðudansarar. Einnig kynnumst við hljómsveitinni Pan Afrikan Peoples Arkestra sem hefur verið starfandi í suðurhluta Los Angeles frá árinu 1961.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,