Víðsjá

Auður Lóa Í rósrauðum bjarma, Múffa / rýni, jazzperlur í Múlanum

Hakk og spagetti af blendnum tilfinningum, segir Auður Lóa Guðnadóttir um sýninguna Í rósrauðum bjarma / In watermelon sugar sem stendur yfir í gallerí Þulu í Marshallhúsinu. Auður Lóa sækir fanga víða þegar kemur innblæstri, en í verkunum sjá þekkt minni úr dægurmenningunni. Vinnuaðferðir hennar vísa í keramikhefð og það sem hefur löngum verið kallað kvennalist, og segist Auður Lóa einhverju leyti vinna gagngert á móti eigin fyrirframgefnu hugmyndum um hvað merkileg myndlist.

Það er ekki á hverjum degi, og raunar mjög sjaldgæft, jazzband sem eingöngu er skipað konum treður upp á Múlanum, en það gerist annað kvöld. Þá munu þær Helga Margrét Clarke og Vigdís Þóra Másdóttir, ásamt hljómsveit, bera á borð íslenskar jazzperlur úr eigin smiðju og annarra. Við ræðum við þær stöllur í þætti dagsins.

Gréta Sigríður Einarsdóttir verður einnig með okkur í þætti dagsins, þessu sinni rýnir hún í skáldsöguna Múffu eftir Jónas Reyni Gunnarsson.

Frumflutt

10. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,