ok

Víðsjá

Gildi, Ból, Diskó-noir og Sequences

Hafnarborg fagnar í ár 40 ára afmæli og hefur af því tilefni skapað sýningu sem nefnist Gildi. Sýningarstjórinn Hólmar Hólm setur ekki upp sögulega sýningu, heldur fókusar á ákveðið tímabil og dregur fram verk tíu listamanna, sem safnið hefur eignast frá árinu 2008. Við hugum líka að bresku hljómsveitinni Madmadmad sem steig á stokk á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nú um helgina. Sveitin sækir tónheim sinn í tónlistarstefnur áttunda áratugarins og síður saman í taktmikla tilbrigðatónlist sem nefnd hefur verið disco-noir. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Ból nýjustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur og Dagbjört Drífa Thorlacius, frá Sequences hátíðinni, fjallar um mikilvægi listahátíða og hvaða áhrif þær geta haft í samtímanum.

Frumflutt

6. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,