Víðsjá

Örn Alexander Ámundason, Víkingur Heiðar og Yuja Wang, State of the Art-rýni

Víkingur Heiðar kemur í heimsókn og segir frá tónleikaferð þeirra Yuja Wang sem hefst í Hörpu um helgina. Bæði teljast þau til stórstjarna í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, en það er óvenjulegt tveir píanóleikarar fari í tónleikaferð saman, hvað þá listamenn af þessu kaliberi. Meira um það í þætti dagsins.

Við heyrum líka af forvitnilegri sýningu Arnar Alexanders Ámundasonar sem stendur yfir í Skaftfelli. Sýningin, sem kallast Titill á sýningu, inniheldur eiginlega ekkert nema ímynduð viðbrögð við sýningunni í fjölmiðlum og á facebook, og sum gagnrýnin er ansi óvægin.

Arndís Björk Ásgeirsdóttir rýnir í tvo viðburði sem fram fóru á State of the Art hátíðinni og við heyrum einnig brot úr viðtali við nýbakaðan verðlaunahafa Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar.

Frumflutt

17. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,