ok

Víðsjá

Svipmynd af Arnhildi Pálmadóttur

?Hús eiga ekki að líta út eins og eitthvað ákveðið, heldur á formið að fylgja framboði á þeim efnum sem við höfum núna, efnum sem hafa þegar losað kolefni?

Þetta segir Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, en hún er gestur okkar í svipmynd dagsins. Arnhildur hlaut í liðinni viku viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð á húsnæðisþingi. Í mati dómnefndar sagði meðal annars: ?Arnhildur hefur sýnt eftirtektarverðan kraft, framsækni, frumkvæði og árangur á sviði vistvænnar mannvirkjahönnunar. Arnhildur hefur slegið nýjan tón í íslenskri mannvirkjahönnun með framsækinni hringrásarhugsun.? Arnhildur ólst upp í skapandi umhverfi á Húsavík, lærði arkitektúr Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Barcelona. Í dag rekur hún sína eigin stofu s.ap arkitektar en í samstarfi við einn fremsta hringrásarhönnuð Norðurlandanna, Lendager group.

Frumflutt

6. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,