Víðsjá

Rifsberjadalurinn, Tríó Esja, Friðsemd / rýni

Ásdís Óladóttir samdi sitt fyrsta ljóð níu ára gömul en sýndi það ekki nokkurri manneskju. Hún tók upp þráðinn á átján ára gömul og byrjaði þá markvisst skrifa. Ásdís var greind með geðklofa rúmlega tvítug og síðan þá hefur skáldskapurinn verið haldreipi hennar í lífinu. Hún hefur gefið út níu ljóðabækur og í þeirri nýjustu sem kallast Rifsberjadalurinn fjallar Ásdís í fyrsta sinn um þá lífsreynslu veikjast, leitina skýringum og leiðina til betra lífs. Ásdís verður gestur okkar í dag og segir okkur frá Rifsberjadalnum, en bókin var tilnefnd til Fjöruverðlauna á dögunum.

Þær Guðrún Brjánsdóttir, Herdís Ágústa Linnet og Kristín Ýr Jónsdóttir mynda saman Tríó Esju og leika á föstudagskvöldið franska tónlist frá upphafi tuttugustu aldar á tónleikum sem hafa yfirskriftina Speglar. Tónlistin sækir innblástur úr franskri ljóðlist og frumsamin ljóð Guðrúnar fléttast við tónlistina sem þær flytja. Meira um það í þætti dagsins.

Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur.

Frumflutt

17. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,