ok

Víðsjá

Garg bókabúð, Eiríkur Örn Fimm ljóð, Stormur/rýni

Það er ekki á hverjum degi sem nýjar bókaverslanir opna dyr sínar hér á landi. En það gerðist í síðustu viku í Vesturbæ Reykjavikur. Bókabúðin kallast Garg og á bak við hana stendur bókahönnuðurinn Helga Dögg Ólafsdóttir sem dreymir um að búðin verði félagsmiðstöð bókanörda. Við lítum inn í Garg í þætti dagsins.

Eiríkur Örn Norðdahl sendi nýverið frá sér nýja ljóðabók sem ber titilinn Fimm ljóð. Bókin er nokkuð frumleg smíð, ljóð Eiríks hafa nýlegan blæ og koma fram í meitluðum og fáguðum klæðum. Meira um það undir lok þáttar.

Og Katla Ársælsdóttir rýnir í Storm, nýtt íslenskt leikverk eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Unu Torfadóttur.

Frumflutt

18. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,