Víðsjá

Hafnarfest, Listasafn Árnesinga, Taktu flugið beibí-rýni

Í Hafnarhúsi við Tryggvagötu hafa hátt í 300 listamenn, hönnuðir, forritarar, frumkvöðlar og annað skapandi fólk aðsetur í um 90 vinnustofum og samstarfsrýmum undir hatti Hafnar haus. Verkefnið hófst frumkvæði hóps sem leiddur var af Haraldi Þorleifssyni, frumkvöðli, en á aðeins tveimur árum hefur í hafnarhaus orðið til suðupottur hugmynda og samsköpunar, samfélag forvitni og sköpunargleði, sem leitt er af notendunum sjálfum. Víðsjá kom við á opnu húsi í Hafnarhúsi á laugardag og kynnti sér þá gríðarlegu grósku sem þar fer fram.

Trausti Ólafsson leikhúsrýnir verður einnig með okkur í dag, en hann fór sjá sýninguna taktu flugið, beibí, sem frumsýnd var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 12 september síðastliðinn.

En við hefjum þáttinn á því fara austur fyrir fjall. Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði standa yfir tvær einkasýningar og fjórar samsýningar.

Sigurður Guðjónsson sýnir verkið Hljóðrof í sal eitt, þar sem strúktúr baðaður ljósi og hljóði verður alltumlykjandi í rökkvuðu rýminu. Í næsta sal sýnir sýnir Þórdís Jóhannesdóttir verk sem hún byggir á ljósmyndatækninni, en sýninguna kallar hún Millibil. Í öðrum rýmum safnsins er samsýningar á verkum eftir íslenska og erlenda listamenn sem allir eiga það sameiginlegt tengja saman á einhvern hátt listir og vísindi. Safnstjórinn Kristín Scheving er sýningarstjóri sýningarinnar Lífrænar hringrásir í samstarfi við Jennifer Heliu DeFelice og hún tók á móti Víðsjá í safninu.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

23. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,