Víðsjá

Jötnar hundvísir, Bókin bókauppboð, Móðurást: Draumþing/rýni, Magnea Guðmundsdóttir

Heimildirnar sem við eigum um norræna goðafræði eru yfirleitt hliðhollar ásum, þeir eru fulltrúar þess ákjósanlega, skipaninni. Í þeirri tvíhyggju uppstillingu eru jötnarnir þá hálfgerð skrýmsli og það sem þeir standa fyrir jafnvel óæskilegt. En myndin er ekki svo einföld, því jötnar eru í raun vitrir, fjölkunnugir og ríkir. Ingunn Ásdísardóttir skoðar norrænu sagnirnar út frá sjónarhorni jötna í nýútkominni bók sem ber titilinn Jötnar hundvísir og verður gestur þáttar í dag.

Við sláum einnig á þráðinn til Eiríks Ágústs Guðjónssonar í fornbókaversluninni Bókinni og heyrum af bókauppboði.

Sölvi Halldórsson bókarýnir verður einnig með okkur í dag. þessu sinni rýnir Sölvi í Móðurást:Draumþing eftir Kristínu Ómarsdóttur og við fáum auki hugleiðingu frá Magneu Guðmundsdóttur arkitekt, sem veltir fyrir sér mótun staðaranda í samhengi við nýtilkominn miðbæ Selfoss.

Frumflutt

2. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,