ok

Víðsjá

Dauðadjúpar sprungur, heimspekihugleiðing Freyju Þórsdóttur, slavenskur söngur

Ljósmyndarinn Hallgerður Hallgrímsdóttir segir að það eina sem henni hafi dottið í hug að gera þegar hún kom tómhent heim af fæðingardeildinni hafi verið að taka sjálfsmynd. Nokkrum mánuðum síðar opnaði hún skáp sem áður hafði geymt svarthvítar filmur og áttaði sig á því, án þess að muna almennilega eftir því, að hún hafði tekið á þær allar. Dóttir hennar, Dýrleif, fæddist og dó sama daginn, í lok september árið 2015. Ljósmyndabókin Dauðadjúpar sprungur er tileinkuð henni og Hallgerður segir okkur frá bókinni í þætti dagsins.

Þá færir Freyja Þórsdóttir okkur fyrstu heimspekilegu hugleiðinguna í nýrri pistlaröð og fjallar um undrun, ólíkar birtingarmyndir fegurðar og forréttindi. Við kynnum okkur líka slavneskan þjóðlagasöng og söngtækni hjá slóvensku söngkonunni Zvezdönu Novakovich.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

31. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,