Víðsjá

Hildur Elísa Jónsdóttir Ygallerí, Eyrnakonfekt, tónleikaveturinn

Tónlistin er fyrirferðarmikil í þætti dagsins og undir lok þáttar kynnum við nýjan dagskrárlið, Eyrnakonfektið, sem boðið verður upp á reglulega yfir vetrarmánuðina. Þar kemur til okkar fólk úr ýmsum áttum og segir hlustendum frá sínu uppáhalds tónverki. Í lok þessa þáttar fáum við fyrsta molann, þegar Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóluleikari í sinfóníuhljómsveit Íslands, býður upp á Eyrnakonfekt dagsins.

Við lítum einnig inn á Hamraborgarhátíðina, nánar tiltekið í Y gallerí, og ræðum við Hildi Elísu Jónsdóttur um tónlistardrifna gjörninginn Seeking Solace.

Frumflutt

2. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,