ok

Víðsjá

Kristófer Rodriques Svönuson / svipmynd

Kristofer Rodríquez Svönuson, slagverksleikari og tónskáld, hefur vakið athygli fyrir þá Suður-Amerísku strauma sem hann hefur blásið í íslensku tónlistarsenuna, bæði sem trommari í félagi við aðra, en líka með sinni eigin hljómplötu, Primo, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020. Hann nam slagverksleik í FÍH og hélt svo í framhaldsnám til Kúbu og Kólumbíu. Á vesturströnd Kólumbíu lærði hann á conga trommu, sem þar er álitin heilög og mikilvægt tæki til að færa heiminum gleði, en hann lærði þar einnig nýtt viðhorf til tónlistarsköpunar. Eftir nám í tónlist lærði Kristófer hjúkrunarfræði, sem honum finnst vera nátengd tónlistinni.

Kristófer er fæddur árið 1988 í Kópavogi og er hann sem stendur bæjarlistamaður Kópavogs. Og hann er gestur okkar í Svipmynd Víðsjár þessa vikuna.

Frumflutt

12. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,