Víðsjá

Vaka þjóðlistahátíð, Hlynur Hallsson, Líkaminn er skál-rýni

Víðsjá þáði morgunbolla í sólríkri stofu í miðbæ Reykjavíkur og fékk heyra ýmislegt um rímnasöng og langspil. Tilefnið er dagur rímnalagsins og þjóðlistahátíðin Vaka, sem fer fram um næstkomandi helgi. Þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster segja okkur af starfi Vökufélagsins og flytja vel valdar rímur.

Í dag fáum við líka fyrstu leikhúsrýni vetrarsins. Þennan veturinn verða leikhúsrýnarnir þrír, þau Trausti Ólafsson, Nína Hjálmarsdóttir og Katla Ársælsdóttir. Trausti ríður á vaðið, en hann fór sjá fyrstu frumsýningu vetrarins í Tjarnarbíói síðastliðinn fimmtudag, á leikverkinu Líkaminn er skál, eftir leikhópinn 10 fingur.

En þátturinn hefst á inniliti í Gallerí Port við Hallgerðargötu, þar sem Hlynur Hallsson opnaði sýninguna Herbergi með útsýni um liðna helgi. Verk Hlyns fjalla oft á tíðum um pólitík í víðu en um leið persónulegu samhengi, samskipti, tungumál og hversdagsleikann, og verkin á þessari sýningu er engin undantekning.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

9. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,