Víðsjá

Hallgerður Hallgrímsdóttir, Múkk, Rushdie, tónlistarrýni

Í ár eru liðin 350 ár frá dánardegi Hallgríms Péturssonar og til heiðra minningu hans verður boðið upp á veglega hátíðardagskrá í kirkjunni fram áramótum. Liður í þessum hátíðahöldum er myndlistarsýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur sem opnaði síðastliðinn sunnudag. Hallgerður vinnur ljósmyndaverkin út frá lífi og list Hallgríms en rauði þráðurinn er hversdagsleikinn með öllu sem hann inniheldur. Halla Harðardóttir ræðir við listakonuna og Irmu Sjöfn Óskarsdóttur sóknarprest í þætti dagsins.

Við hugum aðeins alþjóðlegu Bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness, sem verða veitt rithöfundinum Salman Rushdie við hátíðlega athöfn í Háskólabíói á morgun og í þættinum verður líka boðið upp á tónlistarrýni í fyrsta sinn eftir þó nokkuð hlé. Arndís Björk Ásgeirsdóttir segir okkur af upplifun sinni af Wagnerveislu Ólafs Kjartans og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og afmælistónleikum Kammersveitar Reykjavíkur. Arndís Björk er hlustendum góðu kunn, en færri kannski vita hún hóf feril sinn í útvarpi sem tónlistarrýnir Víðsjár árið 1997, beiðni upphafsmanns þáttarins, Ævars Kjartanssonar.

En við hefjum þáttinn á ljóðum. Ljóðasenan á Íslandi er sprúðlandi og von á góðu ljóðahausti. Við boðuðum tvö ung skáld úr ljóðakollektívinu Múkk í hljóðstofu, til þess ræða ást sína á ljóðum.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

12. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,