Víðsjá

Bára Gísladóttir í Svipmynd, Flaumgosar / rýni

Bára Gísladóttir tónskáld og kontrabassaleikari er fædd í Reykjavík árið 1989. Fjölskyldan fluttist í nokkur ár til Noregs þegar Bára var fimm ára og það var þar sem hún hóf nám á fiðlu. Hún segist þó aldrei hafa náð tengingu við fiðluna og það var ekki fyrr en hún kynntist kontrabassanum 17 ára gömul í Nýja Sjálandi hún upplifði djúpa og sterka tengingu við hljóðfæri. Bára nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, Verdi Akademíuna í Mílanó og Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn og hún hefur búið í Kaupmannahöfn síðastliðin 10 ár. Tónsmíðar Báru þykja einstakar, nýstárlegar og djarfar. Sjálf segir Bára sína tónlist byggja á hugmyndinni um hljóðið sem lífveru. Verk hennar eru margverðlaunuð og hafa verið flutt víða, bæði af stórum hljómsveitum sem og minni kammerhópum auk þess vera flutt á tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn. Fjöldi tónlistarmanna, tónlistarhópa og hljómsveita hafa pantað hjá henni verk, en Bára sjálf er einnig virkur flytjandi. Meira um það í þætti dagsins.

Og Soffía Auður Birgisdóttir um ljóðabókina Flaumgosa eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.

Frumflutt

18. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,