Víðsjá

Fermented Friendship, Ljósmyndahátíð Íslands og Veðrun

Píanóleikarann Magnús Jóhann Ragnarsson og saxófónleikarann Óskar Guðjónsson þarf vart kynna fyrir hlustendum. Leiðir þessara tveggja listamanna hafa legið saman í gegnum ólík verkefni en í vetur gáfu þeir saman út plötuna Fermented Friendship þar sem afrakstur samtals þeirra fær njóta sín. Við heyrum af samstarfinu í þætti dagsins, og einnig vináttunni sem gerjaðist í sköpunarferlinu.

Einnig kynnum við okkur Ljósmyndahátið Íslands í þætti dagsins en hún hefst næstkomandi föstudag með sýningunni Veðrun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Rætt er við formann FÍSL, Maríu Kjartansdóttur.

Frumflutt

14. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,