Víðsjá

Víðsjá og Lestin líta yfir farinn veg og til framtíðar - Fyrri hluti

Sameiginlegur þáttur Víðsjár og Lestarinnar í upphafi ársins 2025.

Í þáttum dagsins höldum við úr húsi, förum inn í lágvöruverslunina Prís í Kópavogi, verslunarmiðstöðina Eiðistorg á Seltjarnarnesi, vöðum slabbið út í strætóskýli og tökum líka upp tólið og hringjum út á land: austur, vestur, norður og suður.

Hvað var fólk í Prís hugsa rétt eftir jólin og hvað finnst unglingum á Eiðistorgi um bækur?

Hvaða áhrif hefur risa myndlistarsýning á verkum Roni Horn í strætóskýlum á gangandi vegfarendur, eða akandi strætóbílstjóra?

Hvað er low taper fade, hvað er best gera á Benidorm og hvernig leggst þetta nýja ár í okkur?

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Halla Harðardóttir, Lóa Björk Björnsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

2. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,