Víðsjá

Gluggagallerí, Stargate og Leiðin í hundana

Við höfum aðeins spilað og rætt um jólalög og jólatónlist, sem er sérstaklega til þess fallin koma okkur í jólaskapið á aðventunni. Og við höfum vissulega rætt um bækur og hið svokallaða jólabókaflóð, þó þar séu fáar bækur sem beinlínis teljast jólasögur. En það leynist samt amk ein slík í flóðinu, norska skáldsagan Stargate, eftir Ingvild Rishøi. Sagan minnir um margt á eina þekktustu jólasögu hins norræna heims, Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir HC Andersen, en Stargate er sögð frá sjónarhorni 10 ára stúlku sem býr í fjölmenningarhverfinu Tøyen í Osló. Við hringjum í Kari Ósk Grétudóttur, íslenskan þýðanda Stargate.

Gluggagalleríið STÉTT er nýtt sýningarrými í Reykjavík, staðsett í glugga í Bolholti 6 í Reykjavík. Umsjón með þessu nýja rými eru listamennirnir Steinunn Gunnlaugsdóttir og Snorri Páll Jónsson. Glugginn er í sama húsi og Sósíalistaflokkurinn en galleríið er ekki flokkpólitískt, umsjónarmenn segjast vera einhverskonar stjórnleysingjar í glugga stjórnmálaflokks. Fyrsta sýning Stéttar var samsýning nokkurra listamanna sem opnaði í mars, en héðan í frá verða þar einkasýningar þar sem listamönnum býðst taka gluggann yfir og umbreyta honum. sýnir listeindin sadbois þar listaverkleysuna Málvernd. Sadbois koma ekki fram undir nafni, en segjast vera „ómannlegur andlitslaus skjöldur almennra borgara sem leggja stund á neikvæða starfsemi fjármagnaða með opinberum styrkjum“.

Gauti Kristmannsson verður einnig með okkur í þætti dagsins. þessu sinni fjallar hann um eitt af höfuðverkum þýskra bókmennta á tuttugustu öld, Leiðin í hundana eftir Erich Kästner. Kästner var einn þeirra höfunda sem lentu í ónáð nasista, Hann var viðstaddur þegar hans eigin bækur voru brenndar á báli í Berlín árið 1933 og sat um tíma í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Leiðin í hundana kom nýverið út í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

9. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,