Víðsjá

Typisch gluggaveður, Surtsey á mannöld

Davíð Örn Halldórsson hefur fyrir löngu skapað sér sess í íslensku myndlistarlífi. Hann útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2002 og hefur síðan haldið fjölda einkasýning hér og erlendis. Verk Davíðs eru jafnan litrík abstrakt málverk, þar sem birtast vísanir í óvæntar áttir, jafnt teiknimyndir, graffíti eða vestræna listasögu. Hann notar jöfnum höndum sprey, málningu, liti og lökk, og festir hugarheim sinn oft á tréplötur en útilokar ekkert í þeim efnum, og segir varla auðan blett finna á vinnustofunni í Stuttgart, þar sem hann hefur búið síðastliðin ár. Við hittum Davíð Örn í Þulu í þætti dagsins.

Sýningin Brot úr framtíð sem opnar í Þjóðminjasafni um næstu helgi, en hún byggir á listrannsókn og myndlistarverkefni Þorgerðar Ólafsdóttur þar sem hún veltir fyrir sér fyrirbærum tengdum mannöld. Á sýningunni verður hægt sjá verk unnin með hliðsjón af munum úr safneign Þjóðminjasafns Íslands sem falla undir flokk núminja og einnig verða þar verk sem tengjast verkefni Þorgerðar í Surtsey sem kom út í bókinni Esseyja í fyrra. Víðsjá ræddi við Þorgerði um það verkefni í fyrra og einnig Þóru Pétursdóttur fornleifafræðing sem á grein í Esseyju, en Sýningin er einmitt unnin í samstarfi við rannsóknarverkefnið Relics of Nature sem Þóra leiðir við háskólann í osló. Við rifjum hluta þeirrar umfjöllunar upp í þætti dagsins.

Frumflutt

4. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,