Víðsjá

Skjóta, hýbýlahollusta og Rótarskot

Skjóta nefnist íslensk ópera eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur en hún var frumflutt í Ásmundarsal um síðustu helgi. Óperan fjallar um fótbolta og loftslagsbreytingar og hvernig hálfleikur í fótbolta getur verið myndlíking fyrir afmarkaðan tíma, til ákvarðanatöku, í loftslagsmálum. Verkið blandar saman nýklassískum söng og kraftmikilli danstónlist en leikur sér einnig með rýmið í Ásmundarsal á skapandi hátt. Við ræðum við Sigrúnu Gyðu í þætti dagsins.

Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, verður einnig með okkur í dag og heldur áfram fjalla um félagslegt húsnæði og hýbílaprýði hér á landi.

Fjölmenningarsamfélag krefst nýrra orða, hugmynda og nálgana. Hvaða orð og hugtök skortir okkur til þess fanga breyttan veruleika? Getur þróun tungumálsins haldið í við síbreytilegt samfélag? Þessum spurningum og eflaust mörgum fleiri verður velt upp í Eddu, húsi íslenskunnar, í tengslum við listahátið á sunndag. Viðburðurinn kallast Rótarskot og er einskonar stefnumót skálda með innflytjendabakgrunn og fræðafólks frá Árnastofnun. Rithöfundurinn Pedro Gunnlaugur Garcia, sem stýrir viðburðinum, verður gestur okkar í dag, og einnig flytur skáldið Ewa Marcinek ljóð.

Frumflutt

13. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,