Víðsjá

Yo-Yo Ma, Ólafur Sveinn Gíslason, Óskaland/rýni

Á laugardaginn næsta í Hörpu munu sellóleikarinn Yo-Yo Ma, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Marvöðu og fjölda annarra listamanna, flytja listgjörningi í anda helgiblóts. Sellóleikarinn heimsfrægi átti frumkvæði verkinu, sem kemur úr hugsmiðju leikstjórans Arnbjargar Maríu Danielsen og tónskáldsins Viktors Orra Árnasonar. Við ræðum við þau Arnbjörgu og Viktor Orra í þætti dagsins.

Við kynnum okkur einnig myndlistaverk eftir Ólafa Svein Gíslason sem sýnt er um þessar mundir í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi.

Verkið kallast Undirliggjandi minni og er leikið kvikmyndaverk sem byggist á æskuminningum þriggja einstaklinga sem ólust upp í Flóahreppi. Verkið er, líkt og myndlist Ólafs í gegnum tíðina, tilraun til þenja mörk listarinnar og færa listina nær lífinu sjálfu.

Og Trausti Ólafsson rýnir í Óskaland eftir Bess Wohl sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu.

Frumflutt

15. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,