Víðsjá

Steingrímur Eyfjörð, Laura Marling, Skrípið / Rýni

Við lítum inn á sýningu á verkum Steingríms Eyfjörð í Gallerí Listval. Sýningin kallast 1978 og á henni vinnur Steingrímur með avant-garde tímabilið í íslenskri listasögu. Verkin sjálf eru hugleiðingar um tímabilið 1957-1980 en upphaf tímabilsins miðar hann við komu Dieter Roth til landsins og endalok þess miðar hann við upphaf markaðsvæðingar á myndlist.

Við heyrum einnig af nýrri plötu söngvaskáldsins Lauru Marling, Patterns in Repeat. Einlæga plötu sem fjallar um móðurhlutverkið og hin síendurteknu mynstur sem við manneskjurnar festum okkur í. Og Sölvi Halldórsson rýnir í Skrípið eftir Ófeig Sigurðsson.

Frumflutt

4. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,