ok

Víðsjá

Stabat Mater, Glataðir snillingar, Óræð myndlist

Við ræðum við Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu í þætti dagsins, um eitt dáðasta tónverk barrokktímans, Stabat Mater eftir Pergolesi, sem samið var við einn þekktasta sálm kristninnnar. Hallveig mun flytja verkið ásamt Hildigunni Einarsdóttur og Kammersveit Reykjavíkur á Skírdag í Hallgrímskirkju.

Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, verður viðkomustaður okkar í þætti dagsins. Í Sverrissal, einum sýningarsalanna þar, er nú uppi sýningin Ritaðar myndir þar sem gefur að líta nokkuð dularfullar myndir Jóhanns S. Vilhjálmssonar. Þetta eru gríðarflóknar tekningar, form og órætt letur, sem minna jafnt á norrænan myndheim og skreytilist fjarlægra landa. Við hittum Jóhann í dag og ræðum líka við Jón Proppé um listhans, en Jón er sýningarstjóri ásamt Erlingi Klingenberg.

Og í dag kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund hér í Víðsjá. Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon mun á næstu vikum flytja okkur pistla um Glatað snillinga. Í dag fáum við að heyra um einn helsta frumkvöðul kántrí- og þjóðlagarokktónlistar, Gene Clark.

Frumflutt

4. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,