Víðsjá

Sigur Rós, arkitekt á ferðalagi, Best fyrir, Smáatriðin

Það eru 7 ár frá því Sigur Rós gaf frá sér nýtt lag, frá því Óveður kom út 2016 og það eru 10 ár frá síðustu hljóðversplötu, Kveikur. En hefur óveðrinu slotað, mannabreytingar orðið í hljómsveitinni og neisti kominn á kveikinn. Sigur rós snýr aftur á næstu dögum með splunkunýja plötu sem kallast ÁTTA en í dag kom út fyrsta lagið af plötunni, smáskífan Blóðberg. Við ræðum við þá Georg Holm og Kjartan Sveinsson í þætti dagsins.

Í maí, á sama tíma og fólk á suð-vesturhorni Íslands mátti þola eitt sólarlausasta og kaldasta vor frá því mælingar hófust, ferðaðist arkitektinn Guja Dögg um héruð Bretagne og Normandí á norð-vesturhorni Frakklands. Á ferðalaginu velti Guja Dögg fyrir sér tengslum náttúru og manngerðs umhverfis og í fyrsta hluta ferðaannálsins, sem við heyrum í dag, segir hún okkur meðal annars frá mjúkum leirfjörum, ostrum og vatnaliljum.

Framtíðin er ekki óskrifað blað, hugsanlega er fyrirfram ákveðin eða jafnvel þegar hér. Sjö höfundum bókarinnar Best fyrir er minnsta kosti umhugað um framtíðina á þessum óræðu nótum í sögum sínum sem fylla þessa bók. Við fengum örlítið brot úr tveimur þessara sagna í síðustu viku og fáum í þættinum í dag heyra tvær raddir í viðbót lesa brot úr bókinni.

EN við hefjum þáttinn á því rýna í bók sem kom nýverið út hjá Benedikt. Smáatriðin eftir Iu Genberg í þýðingu Þórdísar Gíslandóttur.

Frumflutt

12. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,