Víðsjá

Ólafur Kjartan Sigurðarson / Svipmynd

Frægðarsól óperusöngvarans Ólafs Kjartans Sigurðarsonar hefur verið á hraðri uppleið síðustu misserin. Hann hefur sungið burðarhlutverk í óperum Verdis og Wagners í mörgum af helstu óperuhúsum heims, þar á meðal á hinni virtu Bayreuthhátíð í Þýskalandi. Ólafur Kjartan var fertugur þegar hann fékk í fyrsta sinn stórt Wagner hlutverk og leið hans upp á stjörnuhimininn hefur krafist þolinmæði og æðruleysis. Ólafur Kjartan er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands þetta árið og framundan eru hlutverk í óperuhúsum í Leipzig, Santiago de Chile, Prag, Barcelona og Mílano. Við fáum kynnast þessum raddmikla og auðmjúka stórsöngvara í Víðsjá dagsins.

Frumflutt

4. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,