Víðsjá

Gildi, Á milli mála, lýðræðisvæðing listanna

Við hefjum þáttinn á því fara niður Tjörn, þar sem þær Agnes Ársæls og Anna Andrea Winther sýna keramikskúlptúra í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Verkið, sem þær kalla Milli mála er hluti af stærra rannsóknarverkefni þar sem þær rannsaka samband manns við umhverfi sitt og stigveldið sem birtist í fagurfræði og framkomu okkar við dýr. Listamennirnir segjast pínu hræddir um afdrif verkanna við Tjörnina, svona í ljósi sögunnar, en hvað sem gerist verði væntanlegar uppákomur alltaf hluti af verkinu sjálfu. Það vildi einmitt til í miðju viðtali var reynt stela hluta verksins svo óhætt er segja það í stöðugri vinnslu.

Freyja Þórsdóttir heimspekingur verður einnig með okkur í þætti dagsins. Í dag fjallar Freyja um gildi og siðferðilegt hugrekki, meðal annars með vísun í Rosu Parks, Audre Lorde og atburði í Reykjavík síðastliðin föstudag þar sem lögreglan beitti valdi gegn friðsömum mótmælendum.

Síðastliðinn fimmtudag hélt breski menningarráðgjafinn Steven Hadley erindi í Norræna húsinu á vegum Háskólans á Bifröst. Erindið kallaði hann: Líkt og kynlíf og súkkulaði? - Menning, lýðræði og endalok listanna. Spurningar sem þar voru til grundavallar voru meðal annars: Hvernig hefur gengið lýðræðisvæða listirnar? Er það eftirsóknarvert í sjálfu sér, eða er nóg við segjum allir hafi aðgang? Hafa allir jafnan aðgang listum og menningu? Og hvað myndi það þýða ef svo væri?

Við ræðum við Stephen Hadley í þættinum.

Frumflutt

3. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,