Víðsjá

Þórarinn Eldjárn - Svipmynd

Þórarinn Eldjárn fæddist í Reykjavík árið 1949. Megnið af uppvaxtarárunum bjó hann í Þjóðminjasafninu, eða þar til faðir hans, Kristján Eldjárn, varð forseti Íslands og fjölskyldan flutti á Bessastaði. Heimilislífið einkenndist af húmor og unun af skáldskap og bestu tilsvörin voru í bundnu máli. Þórarinn lærði bókmenntafræði og heimspeki í Lundi í Svíþjóð og segist kannski meðvitað hafa reynt læra eitthvað sem gerði hann lítt hæfan á almennum vinnumarkaði.

Þórarinn var heimavinnandi húsfaðir í Svíþjóð þegar hann gaf út sína fyrstu bók, ljóðabókina Kvæði árið 1974. Bókin vakti mikla athygli og með henni skapaði Þórarinn sér strax sína sérstöðu; yrkja háttbundin ljóð utan um hversdagsleg viðfangsefni, þar sem kímnin er aldrei langt undan. Þessi einkenni hafa fylgt skáldskap Þórarins alla tíð síðan þó hann hafi fljótlega afsannað það fyrir sjálfum sér og öðrum hann þyrfti á bragarháttunum halda til þess koma frá sér góðum texta.

Það er óhætt segja Þórarinn afkastamikill höfundur. Á 50 ára starfsævi hefur hann sent frá sér fjöldan allan af ljóðabókum, skáldsögum og smásagnasöfnum auk þess vera ötull þýðandi. Hann hefur auk þess samið fjölda ljóðabóka fyrir börn í samstarfi við systur sína Sigrúnu Eldjárn og hlotið fyrir þær fjölmargar viðurkenninar. Þórarinn var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2008 og hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 1998. Auk þessa hafa bækur hans hlotið Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana. Skáldsaga hans Brotahöfuð var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1999 og 2013 hlaut hann Viðurkenningu Sænsku akademíunnar fyrir kynningu á sænskri menningu erlendis.

Þórarinn Eldjárn er gestur okkar í svipmynd dagsins.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

11. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,