Víðsjá

Nóbelsverðlaun í bókmenntum, Listasafn Íslands 140 ára, Miguel Atwood-Ferguson, Undir-rýni

Við hefjum þáttinn sjálfsögðu á stórfréttum dagsins, Nóbelsverðlaununum í bókmenntum. Rétt fyrir hádegi var tilkynnt um handhafa verðlaunanna við hátíðlega athöfn og í beinu streymi Sænsku akademíunnar. Nóbelinn í ár hlýtur Suður-kóreski rithöfundurinn Han Kang. Kang, sem fæddist árið 1970, er þekkt fyrir ljóðrænan prósa, sem dregur fram söguleg áföll og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins. Hún vakti fyrst alþjóðlega athygli með skáldsögunni Grænmetisætunni, sem kom út árið 2007, og er eina verk Kang sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Jóhannes Ólafsson tók þýðanda hennar, Ingunni Snædal, tali.

Annað kvöld leikur Kammersveitin Elja ásamt þverfaglega listamanninum Miguel Atwood-Ferguson á tónleikum í Fríkirkjunni. Tónleikarnir eru hluti af listahátíðinni State of the Art sem haldin er í þessari viku á höfuðborgarsvæðinu, en henni er ætlað skapa nýjan vettvang til aukins samstarfs milli listamanna og blöndun strauma og stefna. Tómas Ævar ræðir við Miguel Atwood-Ferguson í lok þáttar.

Við hlið Fríkirkjunnar stendur Listasafn Íslands og þar stendur líka mikið til, því á laugardaginn opnar þar viðamikil sýning í tilefni af 140 ára afmæli safnsins. Á sýningunni, sem hefur yfirskriftina Innsýn -Útsýn, gefst gestum tækifæri á berja augum verk eftir hátt í 100 listamenn, mikilsverðar gjafir sem safninu hafa borist og verk sem það hefur keypt í tímans rás. Samhliða kemur út vegleg bók þar sem fjallað er um valin listaverk úr safneigninni, 140 talsins. Við hittum fyrir Ingibjörgu Jóhannsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands, sem segir okkur nánar af bókinni og sýningunni.

Þá fáum við rýni frá Kötlu Ársælsdóttur, sem fjallar þessu sinni um leikverkið Undir, eftir Adolf Smára Unnarsson.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

10. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,