Víðsjá

Strá fyrir straumi, Flothetta og Skálds saga/rýni

„Ég stend svona eins og strá fyrir straum og segi með Gretti, ber er hvur baki nema bróður eigi" - Þetta skrifar Sigríður Pálsdóttir bróður sínum, Páli Pálssyni, skrifara á Stapa, árið 1865. Í bréfasafni Páls hafa varðveist um 250 bréf frá Sigríði á yfir 50 ára tímabili og bréfin eru grunnurinn nýrri ævisögu Sigríðar, Strá fyrir straumi, sem kemur út á morgun. Bókina skrifar sagnfræðingurinn Erla Hulda Halldórsdóttir og um er ræða tímamótaverk, þar sem ævisagan veitir heildstæða mynd af hinni söguríku 19. öld, en frá sjónarhorni konu. Þar er staldrað við aðra hluti en í ævisögum karla og fjallað um hið stóra og smáa: Ást, börn og bónorð, líf og dauða, bækur og sjúkdóma, hunda og hordauðar kindur, svo fátt eitt nefnt. Erla Hulda segir okkur nánar af bókinni í þætti dagsins.

Við höldum okkur á tengdum miðum, en þó af allt öðrum meiði, í síðari hluta þáttar, þegar við kynnum okkur íslenska hönnunarverkefnið Flothettu. Vöruhönnuðurinn Unnur Valdís Kristjánsdóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við Flothettu en flotmeðferðin var tilnefnd til hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Kolbrún Vaka Helgadóttir mælti sér mót við Unni Valdísi í Vesturbæjarlauginni til vita meira um Flothettu og uppruna hugmyndarinnar.

Sölvi Halldórsson rýnir í nýútkomna bók Steinunnar Sigurðardóttur, Skálds sögu, þar sem höfundurinn veitir innsýn í eigin hugarheim, ytri og innri aðstæður og aðferðir við skriftir með 74 köflum úr höfundarlífinu.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

11. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,