ok

Víðsjá

Svipmynd - Kristinn Sigmundsson

Kristinn Sigmundsson ætlaði sér lengi vel alls ekki að verða söngvari. Faðir hans var lengst af á sjó, mamma hans líka útivinnandi og sem strákur gerði hann mikið af því að passa bróður sinn og dorga niðri á höfn. Foreldrar þeirra lögðu áherslu á að bræðurnir fengju góða menntun og leið Kristins lá í Menntaskólann við Hamrahlíð, þar sem hann var plataður í kórinn hjá Þorgerði Ingólfsdóttur, en hélt svo í háskólanám í líffræði. Þrítugur lauk hann prófi frá Söngskólanum en eftir að hann tók skrefið út í heim fékk hann fljótlega fastráðningu við óperuna í Wiesbaden í Þýskalandi. Þaðan lá leiðin sífellt hærra, og áður en langt um leið var Kristinn farinn að syngja í velflestum stærstu óperu- og tónlistarhúsum heims. Líklega gera margir sér ekki grein fyrir hversu tilkomumikill ferill Kristins er. Sjálfur er hann lítillætið og hógværðin uppmáluð, rólyndismaður sem elskar fátt meira en ljóðsöng og fluguveiði og leitar í íslenska náttúru í huganum, mitt í skarkala erlendra stórborga. Stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson er gestur Svipmyndar í Víðsjá dagsins.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

2. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,