ok

Víðsjá

Ýrúrarí, Mæður og synir og Kría

Hönnunarmars er í þann mund að hefjast. Alls eru um 100 sýningar á dagskrá hátíðar í ár og 120 viðburðir svo það er af nægu að taka fyrir alla forvitna um það sem er að gerast í heimi hönnunar, hvort sem það er í formi nytjahluta eða samtali um hugmyndafræðina sem knýr hönnun í dag. Um liðna helgi opnaði sýning í Hönnunarsafni Íslands á verkum textílhönnuðarins Ýrar Jóhannsdóttur, en hún hannar undir nafninu Ýrúrarí. Sýningin kallast Nærvera og þar gefur að líta verur í formi ullarpeysa, sem Ýr endurnýtir úr gömlum afgöngum. Við hittum Ýrúrarí í Hönnunarsafninu.

Dimma gaf nýverið út bókina Mæður og synir eftir Thodor Kallifatides í þýðingu Halls Páls Jónssonar, en bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Nýtt land utan við gluggann minn. Gréta Sigríður EInarsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins.

Við heyrum líka nýja tónlist þar sem rímnahefðin mætir raftónlist og sellóleik. Tónlistarkonan Kristín Lárusdottir sækir innblástur bæði í íslenskan tónlistararf og náttúruna, leikur á selló og kveður rímur. Þetta blandast saman við raftónlist sem Kristín segir fulla af pönki og tilraunamennsku. Næsta laugardag heldur hún tónleika í Kaldalóni í Hörpu og þá kemur út ný plata sem kallast Kría. Kristín sér um allar tónsmíðarnar, rafhljóðheiminn, útsetningar, sellóleik, kveðanda og upptökur og hún kemur til okkar í heimsókn.

Frumflutt

2. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,