• 00:01:15Handboltinn kemur til Íslands
  • 00:16:30Svipmynd: Hildigunnur Birgisdóttir

Víðsjá

Hildigunnur Birgisdóttir og handknattleikur

Í desember var tilkynnt Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarkona verður okkar næsti fulltrúi á Feneyjartvíæringnum. Frá því Hildigunnur útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2003 hefur hún haldið fjölda samsýninga og einkasýninga, en í dag er hún á mála hjá i8 gallerí. Á ferli sínum hefur Hildigunnur rannsakað hugmyndir okkar um notagildi, fegurð og sannleika og þau kerfi sem liggja baki öllu okkar gildismati. Með verkum sínum hvetur hún okkur til sjá hversdagsleikann í nýju ljósi og efast um það sem er á yfirborðinu. Hún nýtir afleggjara neyslusamfélagsins sem efnivið og varpar ljósi á þýðingu og mikilvægi þess fíngerða og smáa. Hildigunnur verður gestur okkar í Svipmynd dagsins.

Og HM í handbolta hefst í dag og því væntingarstjórnunar þörf fyrir íslenska þjóð næstu vikurnar. Framlag Víðsjár til þess er huga upphafsárum handknattleiks á Íslandi og heyra af leiðsögn Valdimars Sveinbjörnssonar við kynna íþróttina fyrir landsmönnum á þriðja áratug síðustu aldar.

Frumflutt

11. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,