Kvöldfréttir

Ósamhljóða lögfræðiálit um vararíkissaksóknara, telur áfengissölu Hagkaups óábyrga

Niðurstaða ráðherra í máli vararíkissaksóknara er órökrétt mati ríkissaksóknara. Rétt hefði verið fela sérfræðinganefnd meta hvort veita ætti honum endanlega lausn frá störfum eða ekki.

Tvö lögfræðiálit sem dómsmálaráðherra óskaði eftir til meta stöðu vararíkissaksóknara voru ósamhljóða um hvort hann hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis í ummælum um flóttafólk.

Fjármálaráðherra segir áfengissölu Hagkaups óábyrga. Unglingadrykkja hafi aukist samhliða mjög alvarlegum ofbeldisbrotum sem oft séu tengd vímuefnanotkun. Ráðherra segir fyrirtæki úti í ekki geta breytt lýðheilsustefnu þjóðarinnar upp á sitt eindæmi.

Þrír starfsmenn Rauða krossins voru drepnir í loftárás í Úkraínu í dag. Alþjóðaráð Rauða krossins segir samviskulaust loftárásir séu gerðar á dreifingarstaði hjálpargagna.

Hækka á frítekjumark ellilífeyrisþega samkvæmt fjárlagafrumvarpi, en það hefur staðið í stað í mörg ár. Hækkunin nemur rúmum 11 þúsund krónum.

Frumflutt

12. sept. 2024

Aðgengilegt til

12. sept. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,