Kjaramál, Grindavík, Eurovision, Alþingi og Stígamót
Stéttarfélög innan ASÍ hafa vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Ræt við Vilhjálm Birgisson og Sigríði Margréti Oddsdóttur.
Ef veður leyfir og skipulag verður klárt standa vonir til þess að Grindvíkingar fái að vitja eigna sinna og sækja þangað eitt og annað í lok vikunnar. Náttúruhamfaratrygging hefur rýmkað skilmála um nýtingu bóta vegna altjóns á íbúðarhúsnæði þar í bæ. Rætt við Fannar Jónasson bæjarstjóra.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir ekki verið að varpa ábyrgð á þátttöku Íslands í Eurovision yfir á keppendur í Söngvakeppninni. Ríkisútvarpið hafi endanlegt ákvörðunarvald, en enginn verði þvingaður til að keppa í Malmö.
Ríkisstjórnin hyggst fella niður mörg mál sem til stóð að leggja fram á þessu þingi, þar á meðal þingsályktunartillögu um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks.
Á níunda hundrað manns leituðu til Stígamóta á síðasta ári, þar af hátt á fjórða hundrað í fyrsta sinn. Rætt við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta.